Ástandsskoðun fyrir heimilið gefur frið fyrir framtíðina.

Hvernig getum við aðstoðað?

Skoðunarmenn Fagmats sérhæfa sig í ástandsskoðunum fasteigna, aðstoða fasteignaeigendur við leit á rakaskemmdum og veita faglega ráðgjöf m.t.t. viðhaldi fasteigna, raka- og lekavandamálum og kostnaðargreiningu.

Viðskiptavinir okkar eru seljendur/kaupendur fasteigna, eigendur og leigutakar sem vilja meta tjón eða staðfesta grun um rakaskemmdir. Fagmat hefur einnig þjónustað ríkisstofnanir, fyrirtæki, fasteignafélög og húsfélög. Við lofum þér hreinskilni og heiðarleika, góðum samskiptum og fyrirmyndar framkomu.

Verkferli sem margborgar sig

1. Þú bókar skoðun

Þú byrjar á að óska eftir skoðun hér. Þegar beiðni hefur borist okkur mun starfsmaður hafa samband við þig símleiðis eða með tölvupósti við fyrsta tækifæri.

2. Við undirbúum okkur

Við kynnum okkur umfang verks, útvegum okkur þau gögn sem teljast nauðsynleg fyrir skoðun hverju sinni t.d. teikningar, söluyfirlit o.s.frv.

3. Skoðun framkvæmd

Fasteignin eða vandamál tengd henni eru skoðuð og metin. Vandamál ljósmynduð og skráð ef óskað er eftir ritaðri skýrslu.

4. Skýrslu skilað

Skýrslunni er skilað til þín eins fljótt og auðið er. Búast má við því að biðtími eftir skýrslu geti verið allt að 2 vikur.

Veldu þá þjónustu sem hentar þér

Sjá ítarlega verðskrá og skilmála

Grunnskoðun

Lekaleit, rakamælingar, hitamyndun og greining á afmörkuðum vandamálum. Hægt er að óska eftir skoðun með eða án samantektar.

Söluskoðanir

Ástandsskoðanir fasteigna fyrir sölu/kaup. Hægt er að fá skoðun með eða án skýrslu.

Ítarlegar skoðanir og önnur þjónusta

Boðið er upp á ítarlegri skoðanir, t.d. fyrir húsfélög, stærri fyrirtæki og aðra aðila sem þurfa sértæka þjónustu. Hægt er að nýta sér þjónustu með eða án skýrslu/samantektar.


Samantektir og skýrslur

Samantektir og skýrslur eru unnar í kjölfarið af skoðun. Reynt er að skila skýrslum eins fljótt og auðið er. Tíminn sem það tekur að klára skýrslu helst í hendur við umfang skoðunar. T.d. fjöldi vandamál og stærð fasteigna.

Kostnaðaráætlun fyrir viðgerðir

Kostnaðaráætlanir eru alltaf unnar í tímavinnu og haldast í hendur við umfang og stærð fasteignar.

Gegnsæi í verðlagningu

Við leggjum mikið upp úr því að þú gerir þér grein fyrir kostnaðinum við ástandsskoðun. Verðskráin okkar nær yfir allan kostnað við skoðanir og enginn kostnaður bætist við skoðunargjöld nema að um annað hafi verið samið. Þ.e. akstursgjald og tækjagjöld.

Fyrirvari: Við skoðum aðeins þau svæði sem eru okkur aðgengileg. Við færum ekki húsgögn, innanstökksmuni, innréttingar og rjúfum ekki byggingarhluta nema með leyfi eiganda fasteignar. Oft þarf að rjúfa byggingarhluta með tilheyrandi raski til þess að komast að upptökum vandamáls. Ekki er mögulegt að tryggja að við uppgötvum galla og skemmdir sem eiga sér uppruna annars staðar en þar sem skoðað var. T.d. í nærliggjandi íbúðum.

Er planið að kaupa eða selja?

Við mælum með því að fyrirvarar í kauptilboði séu nægilega langir til þess að hægt sé að framkvæma skoðun og skila niðurstöðum. Einhver biðtími getur verið eftir skoðun og því mikilvægt að gefa sér rúman tíma til að taka upplýsta og rétta ákvörðun. Mikill hraði, stuttir fyrirvarar og pressa frá hagsmunaðilum geta valdið auknu álagi, áhyggjum og fljótfærnismistökum hjá kaupendum fasteigna. Oft eru fasteignakaup ein stærsta fjárfesting sem einstaklingar ráðast í á lífsleiðinni.

Umsagnir viðskiptavina

Kári & Aldís

Keyptu í Hlíðunum

“Sigmundur fullvissaði okkur um að við værum ekki að kaupa köttinn í sekknum og gaf sér góðan tíma í að fræða okkur um húsnæðið, hugsanlegt viðhald og ýmsar forvarnir. Frábær þjónusta sem margborgar sig.”


Margrét & Guðmundur

Keyptu á Seltjarnarnesi

“Simmi útskýrði vel á mannamáli þær framkvæmdir sem þörf var á fyrir eign sem við höfðum áhuga á að kaupa. Hann fór líka yfir það sem betur mætti fara en væri ekki ákallandi. Frábær þjónusta!”


Hefur þú einhverju við að bæta?

Ef þú hefur notað þjónustu Fagmats og vilt bæta þér við í lista umsagna, ekki hika við að senda okkur umsögn: